Skip to main content
search

Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkur til barna frá tekjulágum heimilum

20/01/2021apríl 8th, 2021Fréttir
Snæfellsbær greiðir út styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna frá tekjulágum heimilum. Styrkurinn, sem kemur frá félagsmálaráðuneytinu, er allt að 45.000 kr fyrir hvert barn og er sótt um styrkinn á Ísland.is

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 faraldursins er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005 – 2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2020. 

Styrkurinn er allt að 45.000 kr fyrir hvert barn og kemur til viðbótar við hefðbundinn frístundastyrk Snæfellsbæjar. 

Á barnið þitt rétt á styrk? Kannaðu málið á Island.is

Styrkina er hægt er að nota til  niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar, tónlistanáms eða annarra tómstunda. Sveitarfélög setja reglur um úthlutun styrkjanna en fyrirkomulag getur verið breytilegt á milli sveitarfélaga til dæmis varðandi hvaða íþrótta- og tómstundastarf er styrkhæft, hvaða gögnum beri að skila með umsókn og afgreiðslutími umsókna.

Umsóknir

Allar umsóknir þurfa að berast Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fyrir 15. apríl 2021 á skrifstofu við Klettsbúð 4 á Hellissandi eða á netfangið: fssf@fssf.is

Upplýsingar á fleiri tungumálum

ENSKA: Grants for sports and leisure activities

POLSKA: Dofinansowanie do zajęć sportowych i rekreacyjnych

Önnur tungumál