Skip to main content
search

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur

Kristín Tómasdóttir kemur til Snæfellsbæjar og heldur sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 7 – 12 ára stelpur. Byggir hún námskeiðið á bók sinni Sterkar stelpur sem kom út árið 2017. Námskeiðið verður haldið helgina 4. – 5. maí 2019 í íþróttahúsi Snæfellsbæjar.

  • Yngri hópur: 7 – 9 ára milli klukkan 09.00 – 11.00 báða dagana.
  • Eldri hópur: 10 – 12 ára milli klukkan 12.00 – 14.00 báða dagana.

Í lok námskeiðsins er foreldrum boðið á fund þar sem farið verður yfir góð ráð til þess að fylgja námskeiðinu eftir. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á þrennt:

  1. Að þátttakandinn læri að þekkja hugtakið sjálfsmynd.
  2. Að þátttakandinn læri að þekkja sína eigin sjálfsmynd.
  3. Að þátttakandinn læri leiðir til þess að fyrirbyggja að sjálfsmyndin þróist í neikvæða átt.

Verð: 16.900 kr .Öll kennslugögn fylgja. Skráning og frekari upplýsingar á stelpurgetaallt@gmail.com eða í síma 662-4292.

Á Facebook má finna viðburð vegna námskeiðsins .