Skip to main content
search

Sjóböð í Krossavík við Hellissand í Snæfellsbæ

Lýsing og matslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar aðalskipulags Snæfellsbæjar 2015–2031 á Hellissandi og nýs deiliskipulags sjóbaða

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur samþykkt lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015 – 2031 á Hellissandi í samræmi við 1. mgr. 30 greinar skipulagslaga og grein 4.2.3. í skipulagsreglugerð. Skilgreindur verður um 0.8 ha reitur fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði merktur AF-2 á aðalskipulagsuppdrætti. Framkvæmdir verða aðeins á suðvestur hluta reitsins, en sjór innan hafnarmannvirkja nýtist baðstaðnum.

Lýsingin tekur einnig til nýs deiliskipulags fyrir sjóböð í samræmi við 1. mgr. 40. greinar skipulagslaga og greinum 5.2.2 og 5.2.3 í skipulagsreglugerð. Fyrirhugað er að kynna tillögu deiliskipulags samhliða aðalskipulagsbreytingu. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 0.5 lóð, en framkvæmdir verða aðeins á litlum hluta hennar. Deiliskipulagið verði í öllum megin atriðum í samræmi við aðalskipulagsbreytingu.

Matslýsing fyrir breytingu aðalskipulags og nýtt deiliskipulag verði unnin í samræmi við III  kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir verði tilkynningaskyldar eða matsskyldar samkvæmt V kafla um umhvefismat framkvæmda.

Boðið verður til kynningarfundar hinn 18. ágúst kl. 17:00 í kaffisalnum í Röstinni. Með því að smella á þennan hlekk er hægt að nálgast lýsinguna.

Hægt er að skila ábendingum og athugasemdum vegna lýsingarinnar til tæknideildar Snæfellsbæjar til 29. ágúst 2022 á netfangið byggingarfulltrui@snb.is