Skip to main content
search

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2018

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður í Ólafsvík 2. júní n.k. og hlaupið verður frá Sjómannagarðinum kl. 11:00.  Í boði eru tvær vegalengdir, 2,5 km. og 5 km.

Ekki þarf að skrá sig í hlaupið en forsala fer fram í sundlauginni. Þátttökugjald fyrir 12 ára og yngri er 1.000 kr. og fyrir 13 ára og eldri er gjaldið 2.000 kr.

Kvennahlaupsbolur og buff fylgja þátttökugjaldi og einnig verður frítt í sund að hlaupi loknu. Að auki verður ávaxtaveisla í boði eftir hlaup og glæsilegir happdrættisvinningar dregnir út.