
Skáknámskeið verður haldið dagana 22. og 23. ágúst næstkomandi í íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Kennari á námskeiðinu er fyrrum landsliðsþjálfari Ástralíu í skák, Birkir Karl Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari og fyrrverandi heimsmeistari ungmenna í skák.
Birkir Karl er með skákkennararéttindi frá Alþjóðlega skáksambandinu FIDE. Námskeiðið er fyrir alla áhugasama.
Þátttökugjald er 3500 kr.
Dagskrá:
Laugardagur 22. ágúst
10:00 – 13:00 1. – 4. bekkur
13:00 – 16:00 5. – 10. bekkur
Sunnudagur 23. ágúst
10:00 – 13:00 1. – 4. bekkur
13:00 – 16:00 5. – 10. bekkur
Skráning á námskeið fyrir 21. ágúst: laufey@snb.is
Með fyrirvara um lágmarksfjölda.