Skip to main content
search

Skemmtiferðaskip væntanlegt

Skemmtiferðaskipið MS Bremen hefur boðað komu sína til Ólafsvíkur n.k. laugardag, 23. júní. Áætlað er að skipið komi um sjöleytið að morgni og haldi sína leið um hálf tvö.

MS Bremen er skemmtiferðaskip sem skráð er á Bahamaeyjum, 112 metrar að lengd og 17 metrar að breidd. Um borð eru tæplega 300 einstaklingar, áhöfn og farþegar. Sumir farþeganna áforma að sækja í skipulagðar ferðir um Snæfellsnes á meðan aðrir koma til með að dvelja um borð eða rölta um Ólafsvík og nágrenni. Vakti það til að mynda mikla lukku hjá skipverjum síðasta skemmtiferðaskips að ganga upp að Bæjarfossi og líta við í Pakkhúsinu.

Snæfellsbær hvetur íbúa að taka vel á móti þessum gestum og beinir því til þeirra kaupmanna sem vilja taka daginn snemma að koma upplýsingum um það til starfsmanna í upplýsingamiðstöðinni / Átthagastofu.