Skip to main content
search

Skólasetning Grunnskóla Snæfellsbæjar 24. ágúst

Grunnskóli Snæfellsbæjar verður settur mánudaginn 24. ágúst 2020.

Fer skólasetning fram í sölum starfsstöðvanna og síðan hitta nemendur umsjónarkennara sína. Vegna COVID-19 ráðstafana er ekki æskilegt að foreldrar og velunnarar skólans mæti á skólasetningu.

Nemendur mæta:

Kl. 10:00 í 5. – 7. bekk í Ólafsvík (skólabíll fer frá Hellissandi kl. 9:40)
Kl. 11:00 í 8. – 10. bekk í Ólafsvík (skólabíll fer frá Hellissandi  kl. 10:40)
Kl. 12:00 í 2. – 4. bekk á Hellissandi (skólabíll fer frá Ólafsvík kl. 11:40)

Skólabíll leggur af stað frá skóla að loknum skólasetningum.

Kl. 14:00 í 1. – 10. bekk á Lýsu.
(þeir sem vilja nýta skólabíla hafi samband við skólabílstjóra).

Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl til umsjónarkennara.

Skóli hefst síðan samkvæmt stundarskrá þriðjudaginn 25. ágúst.
Nemendur og forráðamenn geta nálgast stundatöflur á Mentor.

Skólastjóri