Skip to main content
search

Snæfellsbær auglýsir starf byggingarfulltrúa laust til umsóknar

21/04/2021apríl 23rd, 2021Fréttir

Snæfellsbær óskar eftir að ráða byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúi starfar á tæknideild Snæfellsbæjar og er hlutverk hans m.a. að tryggja að starfsemi tengd byggingarmálum sé í samræmi við lög og reglugerðir og gildandi fjárhagsáætlun.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Tryggja að lögum um mannvirki nr. 160/2010, skipulagslögum nr. 123/2010 og öðrum lögum og reglugerðum varðandi byggingarmálum í sveitarfélaginu sé framfylgt.
 • Byggingareftirlit og umsjón með byggingarmálum sveitarfélagsins, þ.m.t. nýframkvæmdum og viðhaldsframkvæmdum.
 • Ráðgjöf er varðar byggingarmál ásamt móttöku og afgreiðslu á byggingarleyfisumsóknum.
 • Móttaka og afgreiðsla umsókna um byggingarlóðir.
 • Ábyrgð á skráningu mannvirkja og staðfestingu eignaskiptiyfirlýsinga.
 • Framkvæmd úttekta og útgáfa leyfa.
 • Ráðgjöf og þjónusta við hagsmunaaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði byggingarmála.
 • Löggilding sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.
 • Góð þekking og reynsla á sviði byggingarmála.
 • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
 • Frumkvæði og nákvæm vinnubrögð.
 • Góð almenn tölvukunnátta, ásamt kunnáttu í teikniforritum.
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg.

Umsóknarfrestur er til og með 3. maí nk. Við hvetjum alla, óháð kyni, til að sækja um starfið.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi fagfélags og Launanefndar sveitarfélaga.
Umsókn, ásamt ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi, óskast fylltar út á hagvangur.is.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is.

Opna umsókn á vefsíðu Hagvangs

Opna auglýsingu

Snæfellsbær auglýsti eftir forstöðumanni tæknideildar Snæfellsbæjar í byrjun marsmánaðar og bárust tvær umsóknir um starfið. Að loknum umsóknarfresti og viðtölum var hins vegar ákveðið að falla frá ráðningu í það að sinni þar sem umsækjendur uppfylltu ekki kröfur um háskólamenntun á sviði byggingarmála sbr. 8 gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Þess í stað er nú óskað eftir að ráða byggingarfulltrúa til starfa á tæknideild sbr. ofangreinda starfslýsingu.