Skip to main content
search

Snæfellsbær auglýsir starf garðyrkjufræðings laust til umsóknar

Tæknideild Snæfellsbæjar óskar eftir að ráða starfsmann í tímabundið starf við garðyrkju frá apríl nk. út september eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er 100% á starfstímanum.

Viðkomandi sér m.a. um að sinna öllum gróðri á opnum svæðum og lóðum stofnana sveitarfélagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Að skipuleggja verkefni í garðumhirðu og hreinsun opinna svæða
 • Verkstjórn smærri garðyrkjuhópa vinnuskólans
 • Aðstoð við þjálfun og fræðslu flokkstjóra er snýr að garðyrkju
 • Klippingar, grisjun og útplöntun á trjám, runnum og sumarblómum
 • Öll umhirða á beðum, bekkjum og blómakerum sveitarfélagsins
 • Önnur tilfallandi verkefni er snúa að hreinsun og fegrun umhverfis sveitarfélagsins

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun á sviði skrúðgarðyrkju, garðyrkju, skógfræði eða tengdum greinum er æskileg
 • Reynsla af garðyrkjustörfum er skilyrði
 • Reynsla af verkstjórn er kostur
 • Frumkvæði, áræðni og röggsemi til verka
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Reglusemi og stundvísi
 • Almenn ökuréttindi

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars nk.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu.

Frekari upplýsingar veitir Davíð Viðarsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Snæfellsbæjar, í síma 433-6900 eða á david@snb.is.

Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið david@snb.is. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.