Skip to main content
search

Snæfellsbær hefur keypt hjólabraut til uppsetningar í Ólafsvík

Snæfellsbær hefur keypt glæsilega hjólabraut og nú stendur yfir vinna við að finna henni stað nærri ærslabelgnum á lóðinni við heilsugæsluna í Ólafsvík.

Hjólabrautin er um 48 metrar að lengd og er hugsuð fyrir hjólaglaða íbúa á öllum aldri sem ferðast um á hlaupahjólum, reiðhjólum, hjólabrettum og jafnvel línuskautum.

Brautin verður öllum opin en lögð er áhersla á að þeir sem nýta brautina taki tillit til annarra, að ekki séu of margir í einu og hraði sé miðaður við aðra þátttakendur. Þá er skylda að hafa hjálm þegar brautin er  notuð. Brautin er ekki ætluð rafknúnum tækjum.

Hjólabrautin er hluti af eflingu leikvalla og afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu og verður vonandi komin í notkun síðar í vikunni.

Ljósmynd: Af vefsíðu framleiðanda brautarinnar, Parkitect.