Skip to main content
search

Snæfellsbær leitar að íbúðarhúsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu

Sólsetur í Ólafsvík

Átt þú húsnæði sem gæti nýst flóttafólki frá Úkraínu?

Snæfellsbær óskar upplýsinga um mögulegt leiguhúsnæði í sveitarfélaginu þar sem íslensk stjórnvöld vinna að undirbúningi móttöku flóttafólks frá Úkraínu.

Þeir sem hafa upplýsingar um laust íbúðahúsnæði í sveitarfélaginu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Snæfellsbæ með því að senda upplýsingar á netfangið snb@snb.is.

Vinsamlegast takið fram í tölvupóstinum hver sé eigandi húsnæðis, stærð þess, staðsetningu og áætlað leiguverð.

Snæfellsbær vill ennfremur þakka þeim aðilum sem þegar hafa boðið fram húsnæði sitt í þessum tilgangi.