Skip to main content
search

Snæfellsbær opnar ferðavef til kynningar á sveitarfélaginu

Snæfellsbær opnar í dag nýjan ferðavef þar sem við kynnum Snæfellsbæ sem ákjósanlegan áfangastað til ferðalaga í sumar til stuðnings ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.

Helsta markmið með nýju vefsíðuna er að efla stafræna viðveru sveitarfélagsins og bæta aðgengi að upplýsingum um ferðaþjónustutengdar greinar og afþreyingar- og útivistarmöguleika í sveitarfélaginu.

Samhliða vefnum ætlar Snæfellsbær að efla kynningarstarf og auka sýnileika sveitarfélagsins á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Sú vinna er þegar farin af stað og verður kynnt fljótlega.

Við opnum vefinn í dag en ábendingar um hvað vanti á hann og megi betur fara á honum eru vel þegnar. Hvetjum við íbúa til jafns á við ferðaþjónustuaðila til að senda tölvupóst á heimir@snb.is ef það er með ábendingar eða spurningar. Saman gerum við hann betri.

Við búum við einstaka náttúrufegurð hér í Snæfellsbæ, höfum aðgang að frábærum veitinga- og gististöðum og hér er boðið upp á þjónustu- og afþreyingu sem ætti að henta öllum aldurshópum og fjölskyldum.

Leggjum öll okkar á vogarskálarnar, verum dugleg að deila myndum og jákvæðum fréttum frá svæðinu og hvetjum fólk til að heimsækja okkur í sumar.

Smelltu hér til að opna nýja ferðavefinn.