Skip to main content
search

Snæfellsbær óskar eftir umsóknum um rekstur í Pakkhúsinu

Snæfellsbær auglýsir eftir áhugasömum rekstraraðila í Pakkhúsið í Ólafsvík.  

Húsið á sér langa og merkilega sögu í Ólafsvík og skal viðeigandi rekstur taka mið af sögu hússins og safni á efri hæðum þess. Undanfarin fjögur ár hefur verið rekin verslun á neðstu hæð auk þess sem leigutaki hefur tekið á móti gestum sem sækja safn bæjarins á efri hæðum. 

Snæfellsbær horfir til þess að leigja Pakkhúsið áfram út undir svipuðum formerkjum og gera eins árs leigusamning um afnot leigutaka á húsnæðinu, með möguleika á áframhaldandi leigu ef báðir aðilar óska þess. Horft er sérstaklega til þess að húsnæðið verðið áfram opið allt árið um kring og að reksturinn hafi samfélagslegan ávinning. 

Pakkhúsið býður upp á mikla möguleika og tækifæri fyrir réttan aðila.  

Frestur til að skila inn umsóknum er til og með 15. apríl nk. 

Nánari upplýsingar veitir Lilja Ólafardóttir, bæjarritariæfellsbæjar, í síma 433-6900 og lilja@snb.is.