Skip to main content
search

Sorphirða frestast í sunnanverðum Snæfellsbæ vegna veðurs

25/01/2022janúar 28th, 2022Fréttir

Samkvæmt sorphirðudagatali var áætlað að hirða sorp í sunnanverðum Snæfellsbæ í dag, en vegna veðurs þarf að fresta því. Stefnt er að því að sorp verði því hirt í Staðarsveit, Breiðuvík, Arnarstapa og Hellnum nk. föstudag.

Sorphirða verður skv. áætlun í Ólafsvík, Hellissandi og Rifi í þessari viku.

Uppfært: Því miður kemst Terra ekki að sækja sorp í sunnanverðum Snæfellsbæ í dag, föstudaginn 28. janúar. Reynt aftur um helgina, annars við fyrsta tækifæri í næstu viku.

Viðhengi: