Skip to main content
search

Sóttvarnarreglur rýmkaðar á Dvalarheimilinu Jaðri á ný

Nú hefur verið létt aftur á sóttvarnarreglunum sem tóku tímabundið gildi á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri í upphafi síðustu viku.
 
Núgildandi reglur, frá og með 3. nóvember:
  • Ótakmarkaður fjöldi gesta.
  • Grímuskylda er áfram hjá gestum en munum eftir 1 metra reglunni.
  • Staldra skal eins stutt við í sameiginlega rými okkar og hægt er.
  • Tryggja handþvott áður en komið er inn á heimilið.
  • Ekki þarf lengur að bjalla til að komast inn né skrá niður alla sem koma inn.
  • Alls ekki koma ef þið eruð með einkenni sem gætu bent til COVID-19: Hósta, hálssærindi, mæði, niðurgang, uppköst, hita, höfuðverk, kviðverki, beinverki eða þreytu.