Skip to main content
search

Spurt og svarað á heimasíðu sameiningarviðræðna

09/12/2021janúar 17th, 2022Fréttir, Sameiningarviðræður

Samstarfsnefnd sameiningarviðræðna Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar vekur athygli á heimasíðu sameiningarviðræðnanna.

Nokkrar fréttir og upplýsingar eru komnar inn og frekari upplýsingar bætast við eftir því sem verkefninu vindur fram. Á heimasíðunni er jafnframt hægt að nálgast svör við algengum spurningum sem íbúum kunna að vera hugleikin.

Heimasíðan er uppfærð reglulega og hvetjum við íbúa til að kynna sér málin á snaefellingar.is, og fylgjast með kynningarferlinu sem hefst í janúar. Kosið verður um sameininguna þann 12. febrúar.