Skip to main content
search

Starfsmaður óskast vegna jólaopnunar í Pakkhúsinu

Snæfellsbær auglýsir eftir starfsmanni yfir jólaopnun Pakkhússins. Starfið er á tímabilinu 1. desember-23. desember. Unnið allar helgar aðventunnar og hverjum degi frá frá 11.-23. desember.

Viðkomandi starfsmaður sér um að selja veitingar og söluvörur, þrif og önnur tilfallandi störf. Viðkomandi getur einnig tekið að sér bakstur fyrir Pakkhúsið en ekki nauðsynlegt.

Umsækjandi þarf að vera 18 ára, hafa góða íslenskukunnáttu og enskukunnátta kostur, þjónustulund og unnið sjálfstætt.

Laun reiknast skv. kjarasamningi SDS og Samband íslenskra sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Rebekka í síma 433-6929 eða á rebekka@snb.is.

Umsóknarfrestur er til 22. nóvember.