Skip to main content
search

Stórdansleikur í Klifi í boði Snæfellsbæjar 29. apríl 2022

Föstudaginn 29. apríl blæs bæjarstjórn Snæfellsbæjar til stórdansleiks í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Fyrir dansi leika strákarnir í Albatross og þeim til halds og trausts verður engin önnur en poppdrottningin Ragnhildur Gísladóttir.

Þar sem ekki hefur verið haldið áramótaball vegna heimsfaraldurs síðastliðin tvö ár verður ókeypis inn á ballið og vonandi geta bæjarbúar og aðrir gestir skemmt sér vel saman nú þegar sólin hækkar á lofti og takmarkanir eru á bak og burt.

Húsið opnar kl. 23:00 og stendur skemmtun yfir til kl. 02:00. Athugið að það er 18 ára aldurstakmark á viðburðinn og framvísa þarf skilríkjum.

Eins og áður segir er frítt á ballið, en þó er takmarkaður fjöldi miða í boði og þurfa allir gestir að sýna aðgöngumiða til að komast í húsið. Aðgöngumiða verður hægt að nálgast í Ráðhúsi Snæfellsbæjar og íþróttahúsi Snæfellsbæjar á opnunartíma frá miðvikudegi til föstudags.

Skoða viðburð á Facebook.

Svona miða þarf að nálgast til að komast á ballið – ókeypis!