Skip to main content
search

Styrkveitingar fyrir árið 2020

Snæfellsbær óskar á hverju ári eftir umsóknum um styrkveitingu frá félagasamtökum áður en vinna við fjárhagsáætlun hefst. Innsendar umsóknir eru lagðar fyrir bæjarstjórn sem tekur þær til umfjöllunar samhliða fjárhagsáætlungerð. Bæjarstjórn hefur lagt ríka áherslu á það að haldið verið áfram þeirri góðu þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu og að henni hlúð eins og kostur er. Með það í huga hefur bæjarstjórn nú samþykkt styrkveitingar fyrir árið 2020. 

Þess má geta að Snæfellsbær hefur aukið styrkveitingar til félagasamtaka umtalsvert á síðustu tveimur árum. Í fyrra hækkuðu styrkveitingar um 42,5% frá því sem áður var og fjárhagsáætlun næsta árs gerir ráð fyrir að styrkir hækki um rúm 8% frá því í fyrra.

Árið 2020 verða styrkveitingar til félagasamtaka kr. 64.515.000.- 

Styrkveitingar árið 2020