
Stelpurnar á Jaðri eru grjótharðar. Þær unnu bæði kappróður og fjölþraut á Sjómannadeginum í fyrra.
Dvalar-og hjúkrunarheimilið Jaðar óskar eftir starfsmönnum í sumarafleysingar.
Leitast er eftir jákvæðu starfsfólki sem hefur áhuga á samskiptum og ummönnun aldraðra. Í boði er bæði vaktarvinna og dagvinna.
Á Jaðri er starfsumhverfi gefandi og starfsandi góður.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Kjalar starfsmannafélags og Sambands íslenskra sveitafélaga.
Upplýsingar veitir Inga Jóhanna Kristinsdóttir, forstöðumaður Jaðars, í síma 433-6933 eða á inga@snb.is.