Skip to main content
search

Sumarbingó í tilefni af sumardeginum fyrsta

Í leiknum er t.d. hægt að fara í vítaspyrnukeppni á næsta sparkvelli.

Sumarbingó

Íbúar eru hvattir til að taka þátt í laufléttum fjölskyldusamveruleik og sumarbingó um helgina.

Á Facebook-síðu íþróttahúss og sundlaugar Snæfellsbæjar má finna leikinn. Í stuttu máli gengur hann út á að prentað sé út bingóspjald með hugmyndum að samveru og útivist nú þegar sumardagurinn fyrsti rennur upp og daginn hefur tekið að lengja.

Leikurinn stendur yfir frá 22. apríl – 25. apríl. Til að taka þátt þarf að taka tvær myndir af fjölskyldunni gera eitthvað af dagatalinu og setja í athugasemd á ofangreindri Facebook-síðu.

Þeir sem taka þátt og setja inn myndir fara í pott og einn heppinn þátttakandi fær sumargjöf.

Meðfylgjandi er bingóspjald sem hægt er að prenta út. Leikurinn stendur yfir alla helgina og hægt að kommenta á Facebook til að taka þátt í honum. Bingóspjald verður hins vegar alltaf aðgengilegt hér á vefsíðunni og því verður hægt að nálgast það hvenær sem er.

Góða skemmtun!

Hér má nálgast bingóspjald