
Snæfellsbær óskar eftir að ráða tvo starfsmenn til starfa í upplýsingamiðstöð Snæfellsbæjar í Átthagastofu sumarið 2020.
Hæfniskröfur:
- Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.
- Góð þekking á svæðinu og nærumhverfi.
- Færni í mannlegum samskiptum.
- Góð tök á ensku og íslensku. Önnur tungumál eru kostur.
- Stundvísi og jákvæðni.
Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2020. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í apríl eða byrjun maí og unnið út ágúst, jafnvel lengur.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu.
Frekari upplýsingar veitir Rebekka Unnarsdóttir í síma 433 6900 og á rebekka@snb.is.
Vinsamlegast sendið umsóknir á rebekka@snb.is.