
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Snæfellsbæ fyrir árið 2020. Athugið, þetta á ekki við um vinnuskóla Snæfellsbæjar. Auglýst verður eftir umsóknum í vinnuskólann á næstu vikum.
Sex – átta leiðbeinendur/flokkstjórar í vinnuskólanum
Um er að ræða 100% störf í 3 mánuði frá 18. maí nk. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri, vera færir um að stýra vinnuskólahópi, hafa reynslu og áhuga á að vinna með og fræða unglinga. Eru tóbakslausir, sjálfstæðir og góðar fyrirmyndir. Þekking á staðarháttum í sveitarfélaginu er einnig nauðsynleg.
Átta – tíu starfsmenn í sumarvinnu
Um er að ræða 100% starf í 3 mánuði. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri, vera áhugasamir, duglegir, hafa áhuga á útivinnu, tóbakslausir og sjálfstæðir.
Umsóknarfrestur er til 4. maí 2020. Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann tíma.
Umsóknareyðublöð má nálgast hér að neðan og í Ráðhúsi Snæfellsbæjar. Nánari upplýsingar í síma 433-6900.
Umsóknir berist á skrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi, eða á netfangið: valgerdur@snb.is.
Eyðublað