Skip to main content
search

Sundlaugin í Ólafsvík opnar á mánudag, 18. maí

Sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík verður opnuð að nýju mánudaginn 18. maí en líkt og aðrar sundlaugar landsins hefur hún verið lokuð frá 24. mars vegna COVID-19.

Sundlaugin verður opin 18. maí frá kl. 7:30 – 9:00 og aftur seinni partinn frá kl. 17:00 – 21:00 vegna öryggisnámskeiðs starfsfólks. Frá og með 19. maí verður hefðbundinn opnunartími.

Samkvæmt tilmælum yfirvalda er í fyrstu aðeins heimilt að vera með helming þess gestafjölda sem sundlaugar geta venjulega tekið á móti. Þar af leiðandi getur komið til þess að takmarka þurfi aðgang og jafnvel loka tímabundið ef fjöldi gesta nær hámarki. Sú staða getur til dæmis komið upp að fólk þurfi að hinkra um stund ef margir eru í búningsklefa í einu.

Minnt er á að sóttvarnir eru ein mikilvægasta forvörnin gegn COVID-19 og eru sundlaugagestir beðnir að gæta að eigin öryggi og annarra, að sýna hvert öðru tillitssemi og virða tveggja metra bilið eins og mögulegt er.

Ljósmynd: Líf og fjör í sundlauginni, Árni Guðjón