Skip to main content
search

Sundlaugin opnar aftur í fyrramálið

Sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík opnar að nýju í fyrramálið, 10. desember, þegar varfærnar tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum taka gildi á landinu. 

Sundlaugin opnar kl. 07:30 og heimilt verður að að taka á móti 30 sundlaugargestum í einu. Ákvæði um fjöldatakmörkun taka ekki til barna sem fædd eru 2005 og síðar.

Vinsamlegast athugið að grímuskylda verður í anddyri og klefum.