Skip to main content
search

Takk veggur í Ólafsvík – tökum myndir

Fyrir 40 árum stigum við Íslendingar framfaraskref á heimsmælikvarða og vorum til fyrirmyndar með því að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum, frú Vigdísi Finnbogadóttur.

Á þessum merku og fallegu tímamótum er verðugt að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim sem hafa verið til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.

Takk veggur hefur verið settur upp við Norðurtanga í Ólafsvík og hvetjum við íbúa og aðra vini Snæfellsbæjar til að taka virkan þátt í hvatningarátakinu með því að taka mynd af sér við vegginn og deila á samfélagsmiðlum og merkja með #tilfyrirmyndar.

Sjá nánar á vefsíðu átaksins – Til fyrirmyndar