Skip to main content
search

Tendrun ljósa á jólatrjám

Jólaljósin verða tendruð við hátíðlega athöfn fyrsta sunnudag í aðventu á Hellissandi og í Ólafsvík.

Á Hellissandi verða ljósin tendruð kl. 16:30.
Í Ólafsvík verða ljósin tendruð kl. 17:30.

Jólasveinar mæta á svæðið og gleðja börnin auk þess sem Trausti Leó Gunnarsson og Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir syngja nokkur vel valin jólalög.

Bjarki Már Mortensen og Elisabeth Halldóra Roloff tendra ljósin.

Notaleg stund með allri fjölskyldunni í Snæfellsbæ.

Ljósmynd: af