Skip to main content
search

Þátttaka einstaklinga og fyrirtækja í Barnamenningarhátíð Vesturlands

Barnamenningarhátíð Vesturlands verður haldin í Snæfellsbæ í september. Snæfellsbær heldur hátíðina í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og er þema hátíðarinnar í ár „gleði“.

Hátíðin hefst í annarri viku septembermánaðar og stendur út mánuðinn. Fyrirtæki og einstaklingar sem vilja taka þátt og bjóða upp á sýningar, viðburði, tilboð á vörum og annað í tilefni hátíðarinnar eru hvattir til að hafa samband við skipuleggjendur í gegnum neðangreint netfang. Hægt er að senda inn upplýsingar um viðburði til 5. september nk.

Heimir Berg Vilhjálmsson
Markaðs- og upplýsingafulltrúi
heimir@snb.is