Skip to main content
search

Þáttur um Snæfellsbæ í sjónvarpinu í kvöld

Í kvöld verður fjallað um Snæfellsbæ í sjónvarpsþættinum „Bærinn minn“ á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þátturinn hefst kl. 21:30 og er í umsjá Sigmundar Ernis Rúnarssonar.

Sigmundur Ernir fer víða í sveitarfélaginu, hittir heimamenn og leggur sérstaka áherslu á að ljúka upp leyndardómum í afþreyingu og upplifun, hvort heldur er í þéttbýliskjörnunum sjálfum eða í náttúrunni í kring, svo og hvernig þjónustu er háttað við ferðamenn. 

Fjöldi viðtala við heimamenn skreytir þáttinn og þeir töfrar sem Snæfellsbær hefur upp á bjóða fyrir ferðalög innanlands í sumar gerð góð skil. Þá er myndvinnsla ríkuleg og hrífandi og náttúrufegurðin sem við búum við leynir sér ekki.

Nú þegar hefur Sigmundur Ernir gert heimsóknum til Fjarðabyggðar, Blönduóss, Akureyrar, Vestmannaeyja og Reykjanesbæjar skil í sambærilegum þáttum og verður þátturinn um Snæfellsbæ sá sjötti og síðasti í þáttaröðinni. 

Þátturinn er á dagskrá á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld kl. 21:30.

Hér má lesa frétt á vefsíðu Hringbrautar um ferðalag Sigmundar Ernis um Snæfellsbæ í síðustu viku.