Skip to main content
search

Þrettándabrenna í Ólafsvík

Á þrettándanum 6. janúar kl. 18 verður gengið frá Pakkhúsinu að brennu rétt innan við félagsheimilið á Klifi. Gengið verður í fylgd álfadrottningar, álfakóngs, álfameyja og púka auk mennskra manna.

Við brennuna verður flugeldasýning.

Íbúar Snæfellsbæjar og nærsveita eru hvattir til að mæta í gönguna og taka þátt í að kveðja jólin.

Ljósmynd frá þrettándanum árið 2014. Þröstur Albertsson.