Skip to main content
search

Tilboð í Fróðárheiðina opnuð

Í gær voru opnuð tilboð í veginn um Fróðárheiði og bauð Borgarverk lægst í framkvæmdina, eða 93,7% af áætluðum kostnaði við verkið. Um er að ræða endurbyggingu á 4,8 km hluta Snæfellsnesvegar (54) um Fróðárheiði, frá núverandi slitlagsenda við Valavatn að vegamótum við Útnesveg. Upplýsingar um helstu magntölur og tilboð sem bárust er að finna hér að neðan.

Helstu magntölur verksins:

Bergskeringar 86.000 m3
Fyllingar 105.000 m3
Fláafleygar 55.000 m3
Styrktarlag 19.000 m3
Burðarlag 6.500 m3
Tvöföld klæðning 39.200 m2
Ræsalögn 500 m

Tilboð sem bárust:

 

Ljósmynd: Guide to Iceland