Skip to main content
search

Tilboð opnuð í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi

Í dag voru opnuð tilboð í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi. 

Verkið felst í uppbyggingu nýrrar þjónustumiðstöðvar í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli á Hellissandi. Bygging gestastofunnar mun hýsa fjölbreytta starfsemi þjóðgarðsins. Húsgrunnur nýbyggingar samanstendur af tveimur megin byggingum er tengjast með miðrými. Húsið er á einni hæð staðsteypt og stálvirki að hluta, klætt með lerki.

Í fyrra var óskað eftir tilboðum í byggingu miðstöðvarinnar en reyndust tilboð töluvert hærri en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Í fyrra útboði var m.a. gert ráð fyrir að húsið yrði klætt með lerki og cortens stáli en nú er eingöngu gert ráð fyrir að það verði klætt með lerki.

Sex tilboð bárust í byggingarútboðið í ár og sjá má hér að neðan. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 475.337.244.- 

Heildartilboðsverð með vsk:

  1. Húsheild ehf Tilboð hljóðar upp á kr. 420.695.939.-
  2. Þingvangur ehf Tilboð hljóðar upp á kr. 487.266.537.-
  3. Ístak ehf Tilboð hljóðar upp á kr. 487.752.434.-
  4. Viðskiptavit ehf Tilboð hljóðar upp á kr. 499.999.999.-
  5. Spennt ehf Tilboð hljóðar upp á kr. 525.734.155.-
  6. Framkvæmdafélagið Arnarhvoll Tilboð hljóðar upp á kr. 527.293.080.-

Tilboðin liggja nú á borði Framkvæmdasýslu Ríkisins sem óskaði eftir tilboðum í verkið fyrir hönd Umhverfis- og auðlindarráðuneytisins.

Ljósmynd: Sædís Rún Heiðarsdóttir aðstoðar Sigrúnu Magnúsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, að taka fyrstu skóflustunguna árið 2016.