Skip to main content
search

Tillaga að deiliskipulagi Gamla kaupstaðar, Snæfellsbæ

Tillaga að deiliskipulagi Gamla kaupstaðar, Snæfellsbæ

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti 5. október 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Gamla Kaupstað, Snæfellsbæ skv.1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 en forkynning/lýsing hefur þegar verið kynnt.

Skipulagssvæðið markast af Búðarósi að norðan og vestan og af sjó að sunnan. Deiliskipulagstillagan felur í sér að deiliskipuleggja 15,5 ha skika sem tekinn hefur verið út úr jörðinn Ósakoti á sunnanverðu Snæfellsnesi, Snæfellsbæ. Skikinn heitir Gamli kaupstaður.

Tillagan er aðgengileg hér að neðan og mun sömuleiðis liggja frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4 á opnunartíma frá 14. október – 25. nóvember 2021.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast tæknideild Snæfellsbæjar í síðasta lagi 25. nóvember 2021 á Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið: byggingarfulltrui@snb.is

Tæknideild Snæfellsbæjar

Viðhengi: