Skip to main content
search

Tillögur íbúa úr hugmyndasamkeppni um framtíðarútlit á Sáinu

Snæfellsbær efndi til hugmyndasamkeppni um framtíðarútlit á Sáinu í Ólafsvík í ágúst síðastliðnum og gátu áhugasamir sent inn tillögur að útliti og notkun á Sáinu til 26. september 2021.

Markmið með samkeppninni var að óska eftir hugmyndum frá íbúum sem sveitarfélagið getur haft til hliðsjónar við fjárhagsáætlunargerð næstu ára. Fjöldi hugmynda bárust og hefur tæknideild Snæfellsbæjar þær nú til skoðunar með framtíðarútlit og skipulag á Sáinu í huga.

Snæfellsbær þakkar fyrir innsendar tillögur.

Tillögur sem bárust:

 • Lítið þorp í stíl við Pakkhúsið í anda þess sem gert hefur verið á Selfossi með blandaðri nýtingu íbúða, skrifstofu og verslunar- og þjónustu. 
 • Endurbyggja Dagsbrún og búa til fallega götumynd, skemmtilegt umhverfi og gott samkomusvæði fyrir íbúa.
 • Glæsilegt hellulagt torg með gosbrunn, bæjarklukku, bekkjum og gróðri.
 • Skjólsæll garður með sögu bæjarins/sveitarfélagsins frá landnámi í forgrunni.
 • Miðbær með stóru hellulögðu torgi með bekkjum, blómakerjum og leiktækjum.
 • Veita hátæknifyrirtæki lóðina frítt til uppbyggingar.
 • Byggja safnhús á einni hæð með aðgengi fyrir alla.
 • Gosbrunnur, rútubílastæði og salernisaðstaða fyrir ferðamenn.
 • Skipulögð stæði fyrir rútur.
 • Skemmtigarður fyrir börn.
 • Fjölnota skautasvell sem gæti nýst í annað yfir sumartímann.
 • Skapa fallegt miðbæjarsvæði með lágreistum húsum í anda þeirra sem voru áður á svæðinu að viðbættum bekkjum, leiktækjum og gróðri.