Skip to main content
search

Tilslakanir á samkomutakmörkunum frá 15. apríl

COVID-19: Tilslakanir á samkomutakmörkunum og í skólastarfi frá 15. apríl

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, sviðslistir einnig og skíðasvæðin geta opnað á ný. Í skólum breytast nálægðarmörk á öllum skólastigum úr 2 metrum í 1 og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf á ný. Þetta er megininntak tilslakana á sóttvarnareglum sem heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í gær.

Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins

Helstu breytingar í Snæfellsbæ:

  • Sundlaug Snæfellsbæjar opnar að nýju, hámark 35 gestir í senn.
  • Íþróttastarf hefst að nýju í íþróttahúsi.
  • Æfingar hjá UMF Víking/Reyni hefjast skv. æfingatöflu.
  • Leikskóli Snæfellsbæjar opnar dyr fyrir foreldrum á ný.
  • Grunnskóli Snæfellsbæjar starfar áfram eftir óbreyttu fyrirkomulagi hvað nemendur og forráðamenn varðar.
  • Tónlistarskóli starfar áfram eftir óbreyttu fyrirkomulagi.
  • Bókasafn áfram opið á opnunartíma.