Skip to main content
search

Tjaldsvæði hafa lokað eftir sumarið

Tjaldsvæðin í Ólafsvík og á Hellissandi lokuðu nú um mánaðarmótin eftir sumarvertíðina. Aðsókn var með fínasta móti í allt sumar og skv. tjaldvörðum var áberandi ánægja með aðstöðuna.

Tjaldsvæðin opnuðu þann 1. maí sl. og gistu tæplega 17.000 gestir á tjaldsvæðunum þetta sumarið. Þá má nefna að Íslendingum fjölgaði verulega nú í sumar enda veður gott, náttúran engri lík hér á svæðinu og aðstæður hinar bestu til útilegu.