Skip to main content
search

Umhverfisstofnun auglýsir landvarðanámskeið í febrúar 2022

Umhverfisstofnun auglýsir landvarðanámskeið 2022. Þátttaka í námskeiðinu veitir réttindi til að starfa sem landvörður. Menntaðir landverðir ganga alla jafna fyrir við ráðningar í störf.

Landvarðarnámskeiðið verður haldið í febrúar 2022. Starfsmenn stofnunarinnar hafa endurskipulagt námskeiðið með það að markmiði að geta kennt það óháð aðstæðum í samfélaginu líkt og í fyrra. Námskeiðið verður því fjarkennt á Teams þrjár helgar en ein staðlota verður í náminu og stendur hún frá miðvikudags eftirmiðdegi og fram á sunnudag. Staðlota er vettvangsferð haldin úti á landi og er skyldumæting í hana. 

Námskeiðið spannar 110 kennslustundir sem raðast niður á 4 vikur á tímabilinu 3. til  27. febrúar.

Í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli starfa þrír einstaklingar allt árið um kring auk þess sem nokkrir landverðir eru ráðnir til tímabundinna starfa ár hvert, frá vori fram á haust.

Opnað verður fyrir umsóknir 3. janúar 2022.

Nánari uppplýsingar gefur Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í síma 591 2000 eða á netfanginu kristinosk@ust.is.

Nánari upplýsingar á vef Umhverfisstofnunar.