Skip to main content
search

Umverfisvottun Snæfellsness til Azoreyja

Guðrún Magnea, verkefnastjóri Umhverfisvottunar Snæfellsness, er á leið til Azoreyja.

Það hefur löngum verið vitað að Snæfellingar eru í forystusveit umhverfismála hér á landi, en hróður umhverfisvottunar á Snæfellsnesi hefur nú borist alla leið til Azoreyja!

Guðrún Magnea, verkefnastjóri Umhverfisvottunar Snæfellsness, er á leið til Azoreyja að kynna Snæfellsnes og þá reynslu sem samfélagið hér hefur hlotið af umhverfisvottunarverkefninu. Azoreyjar eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum og feta þá slóð sem sveitarfélögin á Snæfellsnesi stikuðu fyrir áratug síðan.

Óskaði þarlendur verkefnastjóri liðsinnis frá Guðrúnu Magneu við upplýsingaöflun og flýgur henni út til að kynna EarthCheck-verkefnið og ávinning þess fyrir samfélagið. Guðrún Magnea heldur því utan á morgun með kynningu um Snæfellsnes í farteskinu, en hún mun halda erindi á ráðstefnu þar í landi um ferðaþjónustu og sjálfbærni. Erum við fullviss um að Guðrún Magnea verður frábær fulltrúi Snæfellinga þar ytra og er virkilega ánægjulegt að sjá önnur samfélög í heiminum horfa til okkar hér á Snæfellsnesi.

Við sendum Guðrúnu Magneu okkar allra bestu kveðjur og óskum henni góðrar ferðar!