Skip to main content
search

Undirbúningsfundur fyrir Fjölmenningarhátíð

Fjölmenningarhátíðin verður haldin í fimmta sinn þann 20. október n.k. og hefur verið boðað til opins fundar í Átthagastofu á morgun kl. 18:00.

Hátíðin verður að þessu sinni í Félagsheimilinu Klifi og eru íbúar Snæfellsbæjar, sem og nærsveitungar, hvattir til að taka þátt í þessari glæsilegu hátíð. Félagasamtök eru einnig hvött til að nýta sér hátíðina til að kynna sitt starf.

Eins og áður segir verður undirbúningsfundur á morgun, þriðjudag, kl. 18:00 í Átthagastofu. Allir velkomnir!