Skip to main content
search

Valgerður Hlín ráðin til starfa á tæknideild Snæfellsbæjar

Valgerður Hlín Kristmannsdóttir hefur verið ráðin til starfa á Tæknideild Snæfellsbæjar. Valgerður hefur þegar hafið störf en hún tók við af Ásdísi Lilju Pétursdóttur sem lét af störfum fyrr í sumar.

Valgerður er með B.S. í umhverfisskipulagi og M.S. í umhverfis- og auðlindafræði. Hún hefur góða reynslu í starfið, m.a. sem skrifstofustjóri hjá Summit Adventure Guides og sem starfsmaður á Tæknideild Snæfellsbæjar sumarið 2014.

Við bjóðum Valgerði velkomna til starfa og þökkum Ásdísi innilega fyrir samstarfið.