Skip to main content
search

Vegleg dagskrá heilsudaga Snæfellsbæjar 2021

22/09/2021september 28th, 2021Fréttir

Dagskrá heilsudaga Snæfellsbæjar er vegleg í ár. 

Snæfellsbær gerir heilsu hátt undir höfði dagana 29. september til 3. október og heldur heilsudaga Snæfellsbæjar í fimmta skipti, og nú í fyrsta skipti sem hluta af ÍSÍ íþróttaviku Evrópu.

Á heilsudögum er lögð áhersla á að bjóða íbúum upp á heilsutengda viðburði og kynningar sem henta öllum aldri. Fjölmargir viðburðir eru á dagskrá og ættu flestir að geta fundið eitthvað sem vekur áhuga.

Heilsudagarnir, sem voru síðast haldnir í mars 2019, hafa ætíð vakið mikla lukku meðal bæjarbúa og athygli langt út fyrir bæjarmörkin. Höfðu heilsudagarnir fest sig í sessi sem einn af hápunktum ársins hjá mörgum íbúum áður en þeir féllu niður sökum samkomutakmarkana.

Það hefur aldrei verið mikilvægara að huga að líkamlegri og andlegri heilsu nú þegar undanfarnir mánuðir hafa einkennst af fáum mannamótum og félagslegri einangrun. Eru íbúar því hvattir til að mæta á viðburði, skella sér í laugina, stunda útivist og aðra hreyfingu og anda að sér fersku lofti hér í okkar fallega sveitarfélagi.

Frítt er á alla viðburði.

Viðhengi: