Skip to main content
search

Veitingastaðurinn REKS opnar í Ólafsvík

Í byrjun júlímánaðar opnaði veitingastaðurinn REKS Pizzeria – Bar við Grundarbraut 2 í Ólafsvík.

REKS er systurstaður Sker Restaurant, sem opnaði í júní 2018 og hefur verið rekinn við góðan orðstír frá fyrsta degi. Eins og nafn nýja staðarins gefur til kynna eru pítsur áberandi á matseðli ásamt taco-réttum, fiskisúpu og ýmsum smáréttum.

REKS hefur farið vel af stað og er frábær viðbót í þjónustuflóru bæjarins.

Nánar má fylgjast með REKS á Facebook