Skip to main content
search

Verkefnastjóri garðyrkju til starfa næsta sumar

Næsta sumar er fyrirhugað að ráða verkefnastjóra garðyrkju í fullt starf í Snæfellsbæ. Bæjarstjórn tók nýlega fyrir erindi þess efnis frá tæknideild Snæfellsbæjar og samþykkti að veita aukafjárveitingu til málsins og gera ráð fyrir tilvonandi starfsmanni yfir sumartímann í fjárhagsáætlunargerð næsta árs.

Með nýjum starfsmanni er ætlun sveitarfélagins að gera betur í þessum málum og fá til starfa menntaðan einstakling sem hefur yfirumsjón með og heildaryfirsýn yfir garðyrkjustörf í sveitarfélaginu þar sem m.a. verður horft til hreinsunar og fegrunar á opnum svæðum í Snæfellsbæ.

Starfið verður auglýst þegar nær dregur sumri.