Skip to main content
search

Verkfallsaðgerðir og áhrif á þjónustu Snæfellsbæjar

BSRB hefur boðað til verkfallsaðgerða sem hefjast á miðnætti aðfaranótt mánudags 9. mars. Þessi aðgerð hefur í för með sér að félagsmenn innan aðildarfélaga BSRB (SDS) sem starfa hjá Snæfellsbæ leggja niður störf á mánudegi og þriðjudegi.

Þeir starfsmenn sem verkfallsaðgerðir ná ekki yfir mæta til vinnu en ljóst er að boðaðar verkfallsaðgerðir munu hafa víðtæk áhrif í Snæfellsbæ.

Athugið, eftirfarandi á einungis við í verkfallsaðgerðum þann 9. og 10. mars.

Ráðhús Snæfellsbæjar

Ráðhúsið verður lokað. Hægt verður að ná í eftirtalda aðila með þessum hætti:

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga

Skert þjónusta verður hjá Félags- og skólaþjónustu. Hægt verður að ná í eftirtalda aðila með þessum hætti:

Hafnir Snæfellsbæjar 

Skert þjónusta. Á við um alla þjónustu, þ.m.t. vigtun. Hafnarstjóri verður einn í vinnu.

Sundlaug og íþróttahús

Lokað verður í sundlaug og íþróttahúsi 9. og 10. mars.

Æfingar á vegum UMF Víkings/Reynis falla jafnframt niður 9. og 10. mars.

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Það liggur fyrir að ef til verkfalls kemur mun þjónusta í öllum deildum skólans skerðast mjög mikið. Má þar helst nefna að:

 • Skólahúsnæðin verða opnuð kl. 8:00.
 • Mötuneytið lokar og nemendur fá ekki ávexti í skólanum. Þessa daga hafa nemendur ekki aðgang að borðbúnaði, glösum, hitakötlum né örbylgjuofnum. Nemendur mæti vel nestaðir, með hollt og gott nesti og þann búnað sem þeir þurfa að nota. Þeir taka afganga og rusl með sér heim.
 • Símsvörun verður í algjöru lágmarki.
 • Gæsla verður mjög takmörkuð. Engin gæsla við íþróttahús á morgnana og það lokað.
 • Engin gæsla í skólabílum.
 • Skólabær lokar.
 • Leikskólasel Lýsu verður lokað.
 • Engin þrif.
 • Skólabókasöfnin lokuð.
 • Íþróttir og sund falla niður, það verða „úti“ íþróttir í staðinn.
 • Stuðningur sem stuðningsfulltrúar hafa sinnt í bekkjum og við einstaka nemendur fellur niður.

Félagsmiðstöðin Afdrep

Lokað verður í félagsmiðstöðinni 9. og 10. mars.

Leikskóli Snæfellsbæjar

Stór hluti starfsfólks Leikskóla Snæfellsbæjar er í starfsmannafélagi Dala- og Snæfellssýslu og leggur niður vinnu. Eldhús leikskólans verður lokað og engin þrif. Boðið verður upp á takmarkaðan fjölda barna inn í leikskólann þessa daga. Úthlutun á tímum er raðað í stafróðsröð og munu leikskólastjórnendur upplýsa foreldra um þann tíma sem nemendur geta dvalið í skólanum mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars.

Áhaldahús Snæfellsbæjar

Skert þjónusta. Einn starfsmaður á vakt.

Óskert þjónusta verður hjá eftirfarandi stofnunum:

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar

Tónlistarskóli Snæfellsbæjar

Bókasafn Snæfellsbæjar

Fréttin verður uppfærð eftir því sem þörf verður talin á.