Skip to main content
search

Veruleg fjölgun Íslendinga á tjaldsvæðum

Tjaldsvæðið á Hellissandi í lok júní 2019

Íslendingum hefur fjölgað verulega á tjaldsvæðum Snæfellsbæjar það sem af er sumri. Í nýliðnum júnímánuði töldu Íslendingarnir sem dvöldu á tjaldsvæðunum 501 manns samanborið við 131 í sama mánuði í fyrra, eða rétt ríflega 380% fjölgun milli ára.

Heildargestum í júní fækkaði þó lítillega milli ára og skýrist það að hluta til vegna þess að útilegukortið er ekki í notkun á tjaldsvæðunum þetta árið. Hlutfall íslenskra gesta er þó töluvert hærra, 15% í ár samanborið við 3% í fyrra.

Þess má geta að tjaldsvæðin eru bæði á fallegum stöðum. Á Hellissandi er það í Sandahrauni, með útsýni yfir Snæfellsjökul og Krossavík, í næsta nágrenni við Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Í Ólafsvík er það staðsett neðst í fallegri hlíð við útjaðar bæjarins með gott útsýni yfir dalinn.

Á tjaldsvæðinum má finna eftirfarandi þjónustu:

  • Klósett (aðgengi fyrir fatlaða)
  • Sturta (aðgengi fyrir fatlaða í Ólafsvík)
  • Heitt og kalt vatn
  • Eldunaraðstaða
  • Vaskarými
  • Úrgangslosun
  • Rafmagn/rafmagnstenglar
  • Internet
  • Leikvellir
  • Gönguleiðir

Hér má nálgast verðskrá fyrir 2019.