Skip to main content
search

Viðburðir í Snæfellsbæ um helgina

Mikið verður um að vera í Snæfellsbæ nú þegar desember gengur í garð og aðventan nálgast. Að vanda má gera ráð fyrir að  jólasveinar komi til byggða og skemmti börnum sem og fullorðnum á sunnudaginn. Þá má einnig nefna að nú um helgina hefjast jólahlaðborð og hátíðarmatseðlar á okkar frábæru veitingastöðum Hraun, Sker og Viðvík.

Með því að smella á tenglana hér fyrir neðan er hægt að skoða nánari upplýsingar um einstaka viðburði um helgina:

Fyrir áhugasama um knattspyrnu má einnig benda á að um helgina verða leiknir þrír knattspyrnuleikir á Ólafsvíkurvelli.

  • 4. flokkur karla leikur gegn Álftanesi á laugardaginn kl. 14:00.
  • 5. flokkur karla leikur einnig gegn Álftanesi, sá leikur fer fram á sunnudaginn kl. 10:00
  • 3. flokkur karla leikur gegn ÍBV á sunnudaginn kl. 13:00.