Skip to main content
search

Viltu vera með sölubás á Ólafsvíkurvöku?

Ólafsvíkurvaka verður haldin 5. – 7. júlí n.k. og er óhætt að segja að dagskrá verði með glæsilegasta móti í ár. Skipulag hennar er enn í vinnslu og verður kynnt þegar nær dregur.

Á laugardeginum verður settur upp markaður nærri Sáinu og er óskað eftir þátttöku íbúa, félagasamtaka eða fyrirtækja.

Þeir sem hafa áhuga á því að vera með sölubás á markaðnum eru hvattir til að snúa sér til Laufeyjar Kristmundsdóttur. Hún tekur við skráningum. Síminn hjá henni er 899 6904.

Ljósmynd: Frá Ólafsvíkurvöku 2015 /af