
Vinnuskóli Snæfellsbæjar hefst í fyrramálið kl. 8:00. Allir nemendur mæta í Áhaldahúsið í Ólafsvík. Rúta fer frá Hellissandi 7:40.
Vinnuskólinn verður starfræktur í sex vikur, frá 9. júní til 23. júlí.
Nemendur í 8. bekk starfa í fjórar vikur, frá 9. júní til 9. júlí.
Daglegur vinnutími er frá frá kl. 8:00 – 12:00.
Nemendur í 9. og 10. bekk og unglingar fæddir árið 2004 starfa í sex vikur, frá 9. júní til 23. júlí.
Daglegur vinnutími nemenda er frá kl. 8:00 – 16:35 með hádegismat nema á föstudögum, þegar unnið er til kl. 12:00.