Skip to main content
search

Vitaverðir óskast í sumar

06/06/2018júní 11th, 2018Fréttir

Hollvinasamtök Þórðar Halldórssonar frá Dagverðará og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes óska eftir sjálfboðaliðum til að taka að sér sýningar- og vitavörslu í Malarrifsvita undir Jökli. Í sumar mun listakonan Jónína Guðnadóttir verða með myndlistarsýningu í Malarrifsvita. Jónína hélt sambærilega sýningu í Akranesvita fyrir tveimur árum og fékk mikla athygli og aðsókn.

Sýningin opnar 29. júní n.k. og stendur til og með 2. september. Opið verður daglega frá 12:00 til 16:30. Á þessum tíma þarf einhver að vera til staðar í vitanum, taka á móti gestum og gæta vitans.

Skráningu vitavarða annast Ragnhildur Sigurðardóttir og Ragnhildur Víglundsdóttir.

Netföng þeirra:

Ragnhildur Sigurðardóttir – ragnhildur@snaefellsnes.is
Ragnhildur Víglundsdóttir – ragvig@simnet.is