Skip to main content
search

Völlur Víkinga vígður

12/06/2018desember 17th, 2018Fréttir

Nýi gervigrasvöllurinn í Ólafsvík verður vígður við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 13. júní þegar Leiknismenn frá Reykjavík koma í heimsókn.

Dagskrá verður með þeim hætti að kl. 17:30 verður blásið til veislu í Sjómannagarðinum. Allir sem mæta í bláu fá fría pylsu og svala. Klukkustund síðar verður gengið yfir á völlinn þar sem vígsluathöfn hefst og að lokum leikurinn.

Meðfylgjandi myndir af vellinum tók Þröstur Albertsson á Sjómannadaginn.

Til hamingju með nýja völlinn. Áfram Víkingur!